Author: Ragna
-
Túristadagur í dag.
—
by
Við Haukur ákváðum í morgun að nú færum við í túristaferð til Reykjavíkur í dag. Við drifum okkur um hádegi og byrjuðum reyndar á að fara í Fossvogskirkjugarðinn til að huga að leiði foreldra minna, ég hef alltaf verið búin að þessu fyrir 17. júní en “sorry” ég átti það eftir. Síðan lá leiðin niður…
-
Kaffiboð.
—
by
Karlotta hringdi í mig eftir hádegi í dag og sagði að okkur afa væri boðið í kaffi til þeirra en við mættum ekki koma strax því hún og mamma ættu eftir að baka kökuna. Við fórum svo um þrjúleytið og þá kom bökunarilmurinn á móti okkur og við fengum þessar líka fínu kökur með kaffinu.…
-
Dússý mín farin.
—
by
Það var hringt til mín klukkan hálf tvö í nótt og mér var tilkynnt að hún Dússý mín væri dáin. Hún hafði verið það mikið veik að það var ekki hægt að hjálpa henni. Það er erfitt á sjá á bak henni. Við höfum haft svo mikið samband um dagana, bæði fyrr og nú. Dagurinn…
-
Dapur dagur.
—
by
Dagurinn í dag hefur verið dapurlegur. Það er svona í lífinu að það skiptast á skin og skúrir. Dagurinn í gær svona frábær en dagurinn í dag ekki. Ég fékk þær fréttir að Dússý systir væri mjög veik. Hún er á gjörgæslu á sjúkrahúsinu í Rönne og lítil von um bata. Rut ákvað upp úr…
-
Góð helgi.
—
by
Við Guðbjörg drifum okkur með krakkana í Sælukot á fimmtudaginn. Föstudagurinn var stórkostlegur og vorum við fáklædd úti allan daginn. Um kvöldið fór ég svo aftur á Selfoss en Guðbjörg er enn með krakkana í bústaðnum. Í dag laugardag hefur svo verið mikil hátíð hér á Selfossi. Við mættum uppúr klukkan níu í morgun í…
-
Sólin skín í Sóltúninu
—
by
Hér var ég búin að skrifa heilmikið í gær en vegna byrjunarörðugleika þurrkaðist það út. Nú er ég að fara í Sælukot þar sem við Guðbjörg ætlum að vera með krakkana en Haukur þarf að skreppa í bæinn þangað til á morgun. Ég kem svo aftur heim annað kvöld til þess að taka þátt í…
-
Steini heimsóttur.
—
by
Við Guðbjörg fórum í dag í hvílíkri úrhellisrigningu í heimsókn til hans Steina frá Heiði til þess að sækja forláta kistu sem hann var að gera upp fyrir Guðbjörgu. Þessa kistu átti Helga Vilborg mamma Steina þegar hún var ung. Kistuna hafði hún fengið sem ung stúlka fyrir ársvist sem vinnukona í Árnessýslu. Þegar hún síðan giftist…
-
Kærar þakkir – Fyrsta bloggið mitt.
Ég vil byrja á því að þakka Sigurrós minni og Jóa fyrir að vera búin að útbúa svona fína síðu handa mér. Nú er bara að standa sig og setja eitthvað inná. Það á vel við að í dag er 17. júní. Fínn dagur til að opna dagbókina sína á. Hér á Selfossi hefur…
-
—
by
Mikið rosalega er erfitt að byrja upp á nýtt þegar maður er búinn að skrifa heilmikið í bloggið sitt og fer svo óvart út úr því án þess að vista og þegar á svo að setja lokapunktinn þá er allt horfið. Ástæða þess að ég ákvað að fara ekki í rúmið fyrr en ég væri…