Kærar þakkir – Fyrsta bloggið mitt.

Ég vil byrja á því að þakka Sigurrós minni og Jóa fyrir að vera búin að útbúa svona fína síðu handa mér. Nú er bara að standa sig og setja eitthvað inná.  Það á vel við að í dag er 17. júní. Fínn dagur til að opna dagbókina sína á.

 

Hér á Selfossi  hefur veðrið ekki svikið frekar en annars staðar á þjóðhátíðardaginn. ágætt í morgun, en eftir hádegi fórum við Guðbjörg með krakkana í skrúðgöngu í algjöru úrhelli. Við vorum í útivistar og pollafötum og dugði varla til. En það var mjög gaman og við héldum út í tvo tíma á planinu að hlusta á fjallkonuna, á séra Gunnar Björnsson,á barnakór Selfosskirkju og frábæra unglingahljómsveit, sem reddaði því að Karíus og Baktus virtust hafa villt og létu ekki sjá sig, allavega ekki á þeim tíma sem þeir áttu að mæta svo hljómsveitin þurfti að bæta við lögum til að ekki kæmi dauður tími. Við gáfumst reyndar upp og drifum okkur heim í kaffi. Haukur var heima og búinn að hita kaffi og baka pönnukökur svo við fórum úr vosbúðinni og drukkum þjóðhátíðarkaffið.  Guðbjörg og krakkarnir voru svo hér í kvöldmat og síðan skelltum við Haukur okkur í Tryggvaskála á harmonikkuball. Ég býst nú við að við verðum talsvert stirð í fyrramálið því við dönsuðum svo til stanslaust, í rúma tvo klukkutíma.

 

Lengra ætla ég nú ekki að hafa þetta fyrsta blogg mitt. Vonandi verð ég dugleg að setja eitthvað þarna inn.


Comments

  1. Hi, this is a comment.
    To get started with moderating, editing, and deleting comments, please visit the Comments screen in the dashboard.
    Commenter avatars come from Gravatar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *