Author: Ragna

  • Segulómtækið bilað

    Ég mætti niður á Landspítala í dag til þess að fara í segulómunina sem ég hef beðið eftir og sömuleiðis læknarnir sem ég átti að hitta á morgun.  En ekki átti ég von á því þegar ég kom í afgreiðsluna  að mér yrði sagt að tækið væri bilað.  Ég spurði hvort ég ætti ekki að…

  • Allir að láta mig hafa góðar upplýsingar.

    Já það hjálpast allir að til þess að ég nái fullri heilsu. Frænka mín á Bornholm er búin að senda mér bók um óhefðbundnar lækningar. Ég hef í höndum dagbók sem ég fékk frá konu sem er búin að fara í alla meðferðina, í gærkveldi var stórfróðleg mynd á RUV eftir 10 fréttir  og í…

  • Svona eru tilviljanirnar oft skemmtilegar.

    Mig hefur lengi langað til að fara í söngstundina sem er annan hvern föstudag hjá FEBK í Gullsmára. Í gær tókst mér að sannfæra Hauk um að koma með mér og kíkja á þetta. Þegar við komum inn í anddyrið þá sátu leikskólabörn í langri röð upp við einn vegginn. Mér datt í hug hvort…

  • “Í dag er ég ríkur, í dag vil ég gefa”

    Svona hafið þið líklega sungið innra með ykkur í gær þegar þið ákváðuð að skrifa kveðjurnar til mín. Það er nefnilega hægt að gefa annað sem er mun dýrmætara en demantar, perlur og skínandi gull eins og sungið er um í Fiðlaranum á þakinu. Það sem er mun dýrmætara er nefnilega  þegar góðum hug er…

  • Af hverju ekki ég – svona er bara lífið.

    Ja kæru vinir það er margt skrýtið í kýrhausnum og það er líka margt skrýtið í mannslíkamanum.  Hvorttveggja er sköpunarverk sem við ráðum engu um hvernig eru af Guði gerð.  Það eina sem við ráðum yfir er viskan sem okkur hefur verið gefin til þess að fara vel með líkamann sem okkur hefur verið gefinn…

  • Gleðilegt sumar.

    Þá hefur veturinn látið í minni pokann fyrir sumrinu og hrökklast í burtu eftir að hafa gert okkur lífið frekar leitt með langvarandi gassagangi sínum og blæstri. Sumardrottningin sveif svo sigurviss og brosandi inn til okkar í morgun og færði okkur sól og fallegt veður,  eftir að hafa frosið föst við vetur konung í glímu…

  • Vorið er komið – Hugleiðingar að morgni dags.

        Það er mikið farið að grænka hérna í kring og sólin hefur verið svo góð við okkur síðustu daga.  Þegar ég hugsa um sumarið sem framundan er þá fyllist  hugurinn  eftirvæntingu.  Það er eitthvað svo dýrmætt að vera til og geta notið alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða. Einmitt á svona…

  • Rauðmaginn.

    Þegar við vorum nýgift og bjuggum í lítilli risíbúð í Kópavoginum, þá kom Oddur mjög hróðugur heim einn daginn, með glænýjan Rauðmaga sem honum hafði verið gefinn. Mér fannst rauðmagi mjög góður og varð voða spennt og tók því mjög ánægð við pokanum með rauðmögunum í.  Nú ætlaði ég sko aldeilis að sýna myndarskapinn og…

  • Enn ein

    Já nú er enn einni góðu vikunni að ljúka og er óhætt að segja að hún hafi flogið eins og þær fyrri. Ég var að hugsa um það hvernig tímaskynið breytist með árunum. Hérna áður fyrr var maður alltaf að bíða eftir því að verða nógu gamall til að gera hitt og þetta og tíminn…

  • Sunnudagsmorgunn í letikasti.

    Þegar mikið hefur verið að gera og margt að gerast, þá er alveg dásamlegt að vakna á sunnudagsmorgni og leyfa sér að vera bara í algjöru letikasti. Ég er búin að njóta þess í morgun að klára að ráða Moggakrossgátuna síðan í gær og auðvitað drakk ég góðan kaffibolla með. Svo er ég búin að…