Ekki hætt að blogga.

Bara örfá orð til þess að láta vita að ég er ekki hætt að blogga, en hef bara verið svolítið slæm af gigtinni svo bloggið hefur þurft að bíða – ég er ekki alltaf svo heppin að finna tilbúna færslu, eins og ég fann síðustu færslu og þurfti bara að setja hana inn.

Ég vona að ég verði orðin betri eftir verslunarmannahelgina og setji þá eitthvað inn. Sjúkraþjálfarinn verður alla vega kominn úr fríinu eftir helgina og þá fer þetta nú að lagast.

Þangað til – Líði ykkur öllum vel og akið varlega ef þið ferðist um helgina.  Heyrumst fljótlega.


Comments

3 responses to “Ekki hætt að blogga.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *