Smá uppfærsla – meira fyrir bókhaldið hjá mér.

Þá er alveg að verða kominn 30. janúar og að réttu lagi værum við að fara í sólarlandaferð  næsta þriðjudag 31. janúar. Sem  betur fer fékk ég fyrir rest breytt ferðinni um viku sem er eins gott því þetta með heilsuna hefur nú gengið svona frekar brösulega.  Fyrir utan það að nú er Haukur líka orðinn kvefaður og ferðafélagalaus fer ég nú ekki.

Ég er búin að berjast við þennan slæman astma alla vikuna fyrir utan kinnholubólgur og tilheyrandi. Á föstudagskvöldið leist mér nú ekki á blikuna og Sigurrós fór með mér upp á Bráðavakt. Þar fékk ég hina bestu þjónustu, ólíkt fyrri reynslu minni af heimsóknum á þennan stað.  Ég var  að átta mig á því núna þegar ég skrifa þetta að það var einmitt í byrjun janúar í fyrra. Ég ætla ekki að tala aftur um þá reynslu, en reyni bara að gleyma henni. Lungnalæknarnir þarna eru hins vegar alveg frábærir, taka hlutunum af alvöru og vildu allt fyrir mig gera.

Já ég var lögð inn á innlagnardeild Bráðavaktarinnar þar sem ég fékk stera í æð og friðarpípu í munn og var þar í rúman sólarhring. Var útskrifuð til bráðabirgða eins og læknirinn sagði, til þess að liggja í rúminu og halda áfram að taka steratöflur, fúkkalyf og anda í belg með ventolín í hérna heima. Ég átti svo bara að koma aftur ef þetta gengi ekki hjá mér svona. Þó ég fái astmaköstin áfram þá finnst mér ég nú mun hressari, enda sæti ég ekki  hérna við tölvuna að skrifa á heimasíðuna mína.
Nú er allavega ennþá vika til stefnu í ferðina og vonandi gengur þetta nú yfir á þeim tveimur vikum sem ég hef haft í törninni við þennan fjára.  Svo vona ég að Haukur fari ekkert að fá neitt meira upp úr sínu kvefi, hann er sem betur fer hitalaus og ekki með neinn undirliggjandi astma.

Þetta hlýtur því að fara að ganga yfir fljótlega hjá okkur, ég hef a.m.k. mikla trú á því.  Það styður þá vissu mína, að þar sem ég lá í rúminu í innlagnarklefanum á spítalanum þá blasti við mér nokkuð stór ferningur og í honum miðjun var talan 7, en 7. febrúar á að vera brottfarardagurinn okkar. Ég hed því að frá og með 7. febrúar getum við sett upp sólarbrosið, farið í göngutúra og gleymt öllu öðru en því að njóta lífsins í núinu.

 

 


Comments

5 responses to “Smá uppfærsla – meira fyrir bókhaldið hjá mér.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *