Author: Ragna

  • Vöknuð

    Sigurrós skrifar: Mamma var að hringja. Hún var sum sé vöknuð og komin niður á deild. Hún hljómaði nú aðeins hressari en ég bjóst við og það var gott að heyra 🙂 Hún fékk fínan svæfingalækni sem sagðist sko gera allt sem í sínu valdi stæði til að fólki yrði ekki óþarflega óglatt þegar það…

  • Aðgerð lokið (Sigurrós skrifar)

    Sigurrós skrifar: Jæja, við systurnar erum búnar að taka að okkur að leyfa ykkur að fylgjast með hvernig gengur hjá mömmu þessa dagana. Guðbjörg verður tengiliðurinn við spítalann og ég verð síðan rafræni tengiliðurinn við ykkur 😉 Guðbjörg var að hringja uppeftir núna áðan og fékk að vita að mamma væri komin inn á vöknun.…

  • Ákveðin í að verða sigurvegari.

    Mikið er ég þakklát fyrir upplýsingar og uppörvun frá þeim sem hafa gengið í gegnum það sem getur beðið mín, að einhverju eða öllu leyti. Fyrst heyrði ég frá frænku minni á Bornholm  sem sendi mér síðan heilmiklar upplýsingarnar. Svo fékk ég um daginn símtal frá bloggvinkonu minni, sem er á einu ári búin að…

  • Breytti um stefnu

    frá því sem ég var búin að áætla með næsta pistil.  Ég ætlaði að létta þetta veikindatal mitt með því að setja inn næsta kafla í endurminningunum, en næsti kafli er bara svo sorglegur og erfiður að ég ætla að láta hann bíða. Það er hinsvegar alveg dásamlegt hvað veðrið hefur verið fallegt í dag…

  • Yndislegt starfsfólk.

    Já það hefur nú verið meira vesenið á mér undanfarið. Fyrst lenti ég inn á bráðavakt í sólarhring á fimmtudagskvöld vegna rosa lágs blóðþrýstings og hættulega lágs Natrium í blóði  og síðan aftur á mánudagskvöld þegar blóðþrýstingurinn fór allt of hátt upp. Fyrirsögnin hjá mér á reyndar ekki við um móttökurnar á mánudagskvöldið, en það…

  • LSH s.l. nótt og aðgerðardagur kominn.

    Jú við höfum verið dugleg að skreppa eitthvað og gera eitthvað skemmtilegt þessa dagana.  Í gær fórum við í bíltúr austur yfir fjall, fórum Þrengslin og byrjuðum á því að skoða málverkasýningu Jóns Inga mágs míns, sem heldur nú sýningu á vatnslitamyndum í Gónhól á Eyrarbakka. svo hringsóluðum við svona aðeins um sveitina og fórum…

  • Alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast á meðan beðið er.

    Ég  átti fína helgi og fór í skemmtilega fermingarveislu á laugardaginn austur í Grímsnesi. Haukur átti afmæli sama dag og fékk aldeilis gómsætar veitingar í veislunni. Hann hefði líklega ekki fengið mikið af tertum heima hjá sér því  því bakarinn á heimilinu er ekki mikið að baka þessa dagana, borðar ekki  neitt úr mjöli, hveiti eða…

  • Fyrir ykkur

    Fyrir ykkur sem ég hef lofað að skrifa hérna smá fréttir af framgangi mála  þá hitti ég læknateymið í dag og það var staðfest að ekkert nýtt kom fram sem ekki sást í ómskoðuninni.  Þetta fannst mér mjögt góðar fréttir.  Það á svona eftir að fínpússa ýmis atriði og ég á að hitta læknana aftur í…

  • Hugsað upphátt.

    Takk, Takk fyrir góðar kveðjur.  Í dag er fimmtudagur 10. maí og ég komst loksins í segulómunina. Á morgun fæ ég svo að vita nánar um þetta og fæ að öllum líkindum aðgerðardagsetninguna. Ég var að spá í það áðan að þetta er í fyrsta skipti sem ég fer í skurðaðgerð, alveg frísk eins og…

  • Segulómtækið er enn bilað – Hvað er til ráða???

    Já, þið ráðið hvort þið trúið því eða ekki, að síðan ég mætti á röntgendeildina s.l. fimmtudag og var sagt að segulómtækið væri bilað, þá er nú komið þriðjudagskvöld og tækið er enn bilað. Ég dingla bara svona í lausu lofti og er alltaf að bíða eftir að það verði hringt vegna myndatökunnar því mér…